Hvernig versla ég?

1. Veldu vörur sem þú hefur áhuga á, veldu fjölda af hverri vörutegund og smelltu á ”Add to cart” hnappinn.
Allt sem þú velur fer sjálfkrafa í vörukörfuna og öll verð eru í sænskum krónum.
2. Ef þú vilt kaupa fleiri vörur heldur þú áfram að velja úr úrvalinu í versluninni.

3. Þegar þú ert búin(n) að ákveða hvað þú vilt kaupa ferðu í ”Proceed to checkout”.

4. Hér fyllir þú í þínar persónulegu uppýsingar (ef þú hefur ekki verslað áður).
Það er mikilvægt að þú gefir upp rétt netfang þar sem staðfestingin á pöntuninni er sent á þetta netfang. Smelltu á ”Next”.

5. Hér velur þú hvernig þú vilt greiða fyrir vörurnar og smellir á ”Continue”.

6. Hér sérðu þína pöntun með sendingarkostnaði ef hann bætist við (frí sending til Íslands ef þú kaupir fyrir Sek 1000 án vsk eða meira). Smelltu á ”Continue”.

7. Ef þú hefur valið að greiða med kreditkorti í gegnum PayPal kemur þú inn á þeirra öruggu síðu þar sem þú fyllir í þær upplýsingar sem þörf er á. Smelltu svo á ”Pay”, þegar greiðslan er frágengin smellir þú á ”Continue” til að koma aftur inn í verslunina þar sem pöntunin staðfestist.
Athugið að engar kortaupplýsingar fara í gegnum verslunina, þær fara eingöngu til þeirra fyrirtækja sem sérhæfa sig í þeim greiðslum og tryggja öryggi þeirra.

8. Þegar þú hefur lokið við að gera pöntunina sendist sjálfkrafa staðfesting á henni til netfangsins sem þú gafts upp í byrjun med öllum upplýsingum um hana. Ef þú hefur ekki fengið staðfestingu á pöntuninni innan sólarhrings biðjum við þig að hafa samband við okkur.

9. Pöntunin er svo send frá okkur innan 1-3 daga.
Allir pakkar sem við sendum eru tryggðir og hafa sendinganúmer sem hægt er að rekja á netinu.

Íslenskir viðskiptavinir versla án virðisaukaskatts!

Ísland er ekki með í EU og þarf því ekki að greiða sænska virðisaukaskattinn sem er þegar innifalinn í öllum verðum í versluninni.

Það þýðir að þegar þú sem íslenskur viðskiptavinur skráir þig í verslunina og ferð svo áfram til að greiða fyrir pöntunina, þá dregst sjálfkrafa sænski virðisaukaskatturinn upp á 25 % af og þú greiðir aðeins grunnverðið.

Þegar við svo sendum pakkann til Íslands getur hann hafnað í tollinum og þá þarft þú að greiða íslenskan virðisaukaskatt sem er þó aðeins lægri en hér í Svíþjóð.

Ef þú skráir netfangið þitt hjá íslenska póstinum þegar þú átt von á sendingu, þá lækkar afgreiðslugjaldið hjá póstinum um allt að helming ef þeir skyldu nú stoppa pakkann, hér fyrir neðan er linkur á síðuna þar sem þú getur skráð netfangið þitt.

Skráning á netfangi hjá póstinum:                                                                    
                                                   Velkomin(n)!