Professional Cleansing View larger

Professional Cleansing

Þetta einstaka krem vinnur á húð þinni eins og örfín ryksuga. Kremið hefur þá eiginleika að soga burtu þau óhreinindi sem loka yfirborði svitaholanna. Fékk fyrstu verðlaun hjá franska "Victoires de la Beauté" 2015/2016 sem besta hreinsikremið.

More details

Finns i lager

499 kr tax incl.

Add to wishlist

Professional Cleansing Cream

Hreinsikrem eins og fagfólk notar.

Hreinsikrem og augnfarðahreinsir í einu kremi.

Þetta einstaka krem vinnur á húð þinni eins og örfín ryksuga. Kremið hefur þá eiginleika að soga burtu þau óhreinindi sem loka yfirborði svitaholanna.

Árangurinn er ótrúlega góð hreinsun sem gerir húðina hreina og jafnar áferð hennar strax við fyrstu notkun.

Mjög árangursríkt, einnig á vatnsheldan farða.

Það er mjög milt gagnvart viðkvæmum augum og augnlinsum og þar sem það er án rotvarnarefna þá svíður ekki undan því.

Árangursrikt en milt og gefur sama árangur heima og þú ætlaðist tii að fá á snyrtistofu. Kremið hentar öllum húðtegundum, hvort sem um er að ræða mjög viðkvæma húð eða vandamálahúð. Með því að fylgja leiðbeiningum um notkun verður árangurinn hrein og fersk húð.

Án rotvarnarefna

50 ml


Leiðbeiningar um notkun:

Setjið smá klípu af kreminu og vermið það milli fingurgómanna augnablik áður en það er borið á andlit og háls ásamt húðinni umhverfis augun ef þú hefur verið með augnfarða.

Leyfið að verka í nokkrar sekúndur, nuddið svo mjúklega með hringlaga hreyfingum.

Fjarlægið síðan með Karin Herzog Silk Towel eða frotté klút og frekar heitu vanti, þannig að engin merki fitu séu skilin eftir frá kreminu sem gefur raunverulega djúphreinsun.

Strjúkið að lokum yfir andlitið með andlitsvatninu (Tonic Lotion) sem kemur jafnvægi á Ph gildi húðarinnar og undirbýr hana undir súrefnismettun.
Notist daglega.


Professional Cream inniheldur:
Petrolatum, Paraffinum liquidum, Glycerin, Cetyl alcohol, Polysorbate 80, Salicylic acid, Parfum.
Path: > > Professional Cleansing

4 other products in the same category: